Náttúrulækningafélag Reykjavíkur heiðraði á dögunum Eymund Magnússon í Vallanesi í Fljótsdalshéraði fyrir störf sín og metnað á sviði lífrænnar ræktunar og framleiðslu.
-
Eymundur framleiðir 20-30 vörutegundir árlega sem allar bera lífrænisvottun vottunarstofunnar Túns. Auk „hrísgrjóna norðursins“, sem Eymundur kallar byggið ræktar hann fjölda grænmetistegunda sem hann selur bæði sem hrávöru auk þess að framleiða tilbúna grænmetisrétti og olíur s.s. Lífolíu, Birkiolíu og Blágresisolíu. Vörurnar bera vörumerkið Móðir jörð. Sjá myndir frá Vallanesi á vef Eymundar organic-products.com.

Birt:
29. janúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Eymundur Magnússon heiðraður af NLFR“, Náttúran.is: 29. janúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/em_heidradur/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 18. ágúst 2008

Skilaboð: