Sýningin Ó-náttúra er sumarsýning Listasafns Íslands 2007. Sýningin opnar fimmtudaginn 19. júlí.

Á sýningunni er leitast við að skoða náttúruna í öðru ljósi og frá öðrum sjónarhóli en menn eiga að venjast. Miðlægt verk á þessari sýningu er High Plane eftir Katrínu Sigurðardóttur en innsetning hennar hefur hvarvetna vakið verðskuldaða athygli þar sem hún hefur verið sýnd enda byggir hún á umbyltingu sjónarhorns þar sem landslagið er lagt lárétt á borð fyrir áhorfendur. Í staðinn fyrir að horfa á landslag málað á tvívíðan, lóðréttan flöt sjá gestir lárétt, þrívítt svæði með hafi, eyjum og fjöllum, rétt eins og þeir svifu í flugvél yfir vogskorinni strönd, bryddaðri ótal eyjum og skerjum. Ó-náttúra tekur mið af þessu óvænta sjónarhorni og bregður upp nýrri og framandi sýn á venjubundið umhverfi. Á sýningunni munu verða um 80 verk eftir 51 listamann.

Myndin sýnir verkið High Plane eftir Katrínu Sigurðardóttur sem sett var upp í Wanås í Svíþjóð árið 2005.

Af vef Listasafns Íslands.
Birt:
18. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ó-náttúra í Listasafni Íslands“, Náttúran.is: 18. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/18/-nttra-listasafni-slands/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: