Á Hellu í Rangárþingi ytra voru Töðugjöld haldin hátíðleg í dag. Meðal dagskráratriða hátíðarinnar voru nokkrar verðlaunaafhendingar.
Hleðslumeistarinn Víglundur Kristjánsson fékk „frumkvöðlaverðlaun“ fyrir stórfelldar hugmyndir sínar um að koma á fót Íslandsveröld þar sem gestum gefst kostur á að kynnast lífi víkinga af eigin raun.
„Umhverfisverðlaun“ Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins hlaut Náttúran.is

Frumkvöðull verkefnisins er Guðrún Tryggvadóttir.

MS fékk „fyrirtækjaverðlaunin“ fyrir ákvörðun sína um að starfrækja höfuðstöðvar sínar og pökkunarstöð með a.m.k. tuttugu stöðugildum á Selfossi til framtíðar.
Einar Bárðason hlaut „heimshornið“, verðlaun fyrir áræði sitt og kraft með útrásarverkefni íslenskrar tónlistar.
Kvennakórinn Ljósbrá hlaut „menningarverðlaun“ fyrir störf sín og þakkaði kórinn fyrir sig með fallegum söng í troðfullu tjaldinu við hátíðarhöld Töðugjalda á íþróttaleikvangi grunnskólans á Hellu.

Á myndinni eru, talið frá vinstri: Víglundur Kristjánsson, Guðrún Tryggvadóttir, fulltrúar MS þeir Birgir Guðmundsson framkvæmdastjóri aðfanga, flutninga og framleiðslu og Guðmundur Geir Gunnarsson mjólkurbússtjóri, Einar Bárðason, Bjarni Harðarson og Íris Sigurðardóttir, formaður kvennakórsins Ljósbráar.

Ljósmynd: Einar Bergmundur.

 

Birt:
13. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is hlýtur umhverfisverðlaun Töðugjalda og Sunnlenska fréttablaðsins 2006“, Náttúran.is: 13. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/natturan_umhverfisverdl/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: