Í bílskúrnum er oft fullt af sterkum hreinisefnum, leysiefnum, olíu og málningu fyrir hitt og þetta sem snertir húsið og bílinn. Ósjaldan eru hálftóm, full eða hálffull ílöt geymd árum saman í opnum hillum, til þess eins að henda þeim einhverntíma síðar. Bæði eld- og heilsufarshætta stafar af efnunum og betra er að losa sig við þau ef ekki eru miklar líkur á því að þau verði notuð. Varnaðarmerkin* segja til um hættustig efna, bæði fyrir heilsu og umhverfi. Það er mikilvægt að koma slíkum efnum í rétta förgun og alls ekki fleygja þeim í venjulegt heimilssorp. Oftar en ekki er um eitur fyrir umhverfið að ræða. Hreinsiefni sem hleypt er lausum í umhverfið eru miklir skaðvaldar. Efnin hverfa ekki þegar þau eru komast í niðurfallið eða ruslið heldur enda þau einhverntíma í grunnvatninu eða í hafinu.

Efnin eru áfram virk og geta skaðað lífríkið í langan tíma. Að efni brotni niður í umhverfinu segir þó ekki allt um hversu fljótt þau gera það og einnig geta niðurbrotsefnin verið skaðlegri en upprunalegu efnin. Öruggast er að forðast notkun óþarfa efna og nota vistvæn efni þegar nokkur kostur er.

Vistvæn hreinsifefni eru nú til í miklu úrvali og mörg þeirra umhverfisvottuð. Efni eins og ensím eru náttúruleg prótein sem framleidd eru af lifandi örverum sem flýta ferli niðurbrots sjálfrar náttúrunnar. Einnig er til umhverfismerktur þynnir, kvoðuhreinsir, penslasápa, málning og bílahreinsiefni svo fátt eitt sé nefnt. Það eina sem að við þurfum að gera er að velja frekar vistvæn efni, þannig erum við að taka ábyrgð gagnvart jörðinni og okkur sjálfum.

Þegar þú verslar og sérð ekki vistvæn efni fyrir það sem þig vantar, spurðu þá sérstakleg hvort að þau séu til. Ef allir gera það verða vistvænu efnin í hillunum innan tíðar.

Endurvinnslustöðvarnar taka á móti eiturefnum og Efnamóttakan sér um að farga þeim á viðeigandi hátt. Á Endurvinnslukortinu og app-útgáfu Endurvinnslukortsins eru allar upplýsingar um endurvinnslu og þá staði sem taka á móti eiturefnum.

*Varnaðarmerkin eru: Mjög eldfimt, Eldnærandi, Eitur, Hættulegt umhverfinu, Ertandi, Hættulegt heilsu, Afar eldfimt. Hættumerkin munu leysa Varnaðarmerkin af hólmi í skrefum. Hættumerkin eru: Sprengifimt, Gas undir þrýstingi, Bráð eituráhrif, Eldnærandi, Langvinn hætta fyrir heilsu, Hættulegt umhverfinu, Eldfimt, Ætandi og Hættulegt heilsu.

Mjög eldfimt, Eldnærandi, Eitur, Hættulegt umhverfinu, Ertandi, Hættulegt heilsu, Afar eldfimt.

Skoða Endurvinnslukortið 

Skoða app-útgáfu Endurvinnslukortsins.

Birt:
18. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „ Hreinsiefni“, Náttúran.is: 18. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2007/06/21/hreinsiefni/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. júní 2007
breytt: 28. júní 2014

Skilaboð: