Landvernd stóð fyrir kynningu á Vistvernd í verki fyrir atvinnulífið í sal Þjóðminjasafnsins miðvikudaginn 1. okt. Á fyrirlestrinum sögðu brautryðjendur Global Action Plan (GAP) í Evrópu, þau Marilyn og Alexander Mehlmann og Peter van Luttervelt, frá vinnustaðaverkefni GAP í Evrópu og víðar. Farið var yfir helstu þætti verkefnisins og rætt um mögulega þróun þess á Íslandi. Hollendingurinn Peter van Luttervelt kynnti hugmyndfræði GAP á lifandi og stórskemmtilegan hátt en hugmyndafræði GAP byggir á hópeflis-aðferðum sem nú er komin 20 ára reynsla á að „virki“.

Á morgun mun Landvernd síðan standa fyrir þriggja daga námsstefnu að Sólheimum með þeim Marilyn, Alexander og Peter ásamt íslensku stjórnendum Vistverndar í verki en tilgangur með námsstefnunni er að fara ofan í saumana á möguleikum verkefnsins til nýrra átaka hér á landi. Námsstefnan hefst kl. 10 í fyrramálið svo enn er hægt að skrá sig til leiks. Sjá nánar á vef Landverndar.

Myndin er af Peter van Luttervelt. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
2. október 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Vistvernd í verki fyrir vinnustaði“, Náttúran.is: 2. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/02/vistvernd-i-verki-fyrir-vinnustaoi/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 3. október 2008

Skilaboð: