Á vefnum alftanesvegur.is standa Hraunavinir fyrir söfnun mótmælum vegna fyrirhugaðra framkvæmda við færslu Álftanesvegar út í Gálgahraun. Hraunið er á náttúruminjaskrá og nýtur sérstakrar verndar samkvæmt lögum. Umhverfismat rann úr gildi 22. maí 2012 og þarfnast endurskoðunar, þar sem forsendur þess eru brostnar. Ekki er lengur gert ráð fyrri 8.000 manna byggð í Garðaholti og 22.000 bíla umferð á sólarhring um veginn. Þá er því mótmælt að mislæg gatnamót séu byggð í hrauninu. Menningarminjar sem tengjast Jóhannesi Kjarval listmálara eru ekki virtar og fornir stígar um hraunið verða eyðilagðir.

Þess er krafist að farið verði í lagfæringar á núverandi vegstæði Álftanesvegar og vankantar sniðnir af honum í stað þess að ráðast í óafturkræfar framkvæmdir sem munu rjúfa sögulega og náttúrulega heild Gálgahrauns og valda óþarfa spjöllum á viðkæmu landsvæði.

Taktu þátt með því að skrifa undir mótmælin við Álftanesveg.

Mynd: Gálagahraun og innsett snið úr málverki af hraunmyndunum í Gálgahrauni eftir Kjarval.

Birt:
21. apríl 2013
Uppruni:
Hraunavinir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Mótmæli við Álftanesveg “, Náttúran.is: 21. apríl 2013 URL: http://nature.is/d/2013/04/21/motmaeli-vid-alftanesveg/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 4. nóvember 2014

Skilaboð: