Gámaþjónustan hf var stofnuð árið 1983 af Benóný Ólafssyni og hóf fyrirtækið starfsemi árið 1984. Fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi í alhliða umhverfisþjónustu og lagt áherslu á fljóta og góða þjónustu. Fyrirtæki í þessari starfsgrein þurfa að vera fljót að laga sig að aðstæðum og breyttum kröfum til að svara kalli tímans. Það hefur Gámaþjónustan gert með því að fylgjast með framvindu tækni á öllum sviðum starfsseminnar og nýtt hana til forystu í greininni. Gámaþjónustan hf rekur fullkominn jarðgerðarbúnað sem eykur möguleika sveitarfélaga, fyrirtækja og stofnana til endurnýtingar á lífrænum efnum. Þá má nefna sérhannað upplýsingakerfi með möguleikum á að veita viðskiptavinum beint upplýsingar um viðskipti sín sem tengjast umhverfismálum. Einnig er í notkun fullkomið GPS kerfi fyrir stjórnun aksturs um allt land.

Gámaþjónustan hlaut Kuðunginn árið 1994 ásamt Umbúðamiðstöðinni (Kassagerðinni, nú í eigu Prentsmiðjunnar Odda) og Kjötverksmiðjunnar Goða (nú Norðlenska matborðið).

Dótturfélög innanlands eru nú sex talsins, fimm í alhliða umhverfisþjónustu og eitt í gáma/gámahúsaleigu ásamt sölu á ýmsum umhverfistengdum vörum. Þau eru; Gámaþjónusta Vesturlands ehf á Akranesi sem þjónustar Vesturlandi, Gámaþjónusta Norðurlands ehf á Akureyri sem þjónar Norðurlandi, Gámaþjónusta Austurlands – Sjónarás ehf á Reyðarfirði sem þjónustar nærliggjandi sveitarfélög, Efnamóttakan hf spilliefnamóttaka og Hafnarbakki – Flutningatækni ehf.


Berghella 1
221 Hafnarfjörður

5352500
http://www.gamar.is/

Á Græna kortinu:

Endurvinnsla

Helstu fyrirtæki og samlög sem taka á móti flokkuðum úrgangi. Einnig fagráð og sjóður sem hafa með endurvinnslumál að gera. Sjá fræðsluefni og nákvæma staðsetningu grenndargáma og gámastöðva á Endurvinnslukortinu hér á vefnum eða náðu þér í Endurvinnslukorts-appið.

Umhverfisstýrt fyrirtæki

Fyrirtæki sem hafa vottun skv. ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðlinum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum starfsemi sinnar.

Endurnýting

Framleiðsla sem byggir á því að endurnýta efni af ýmsum toga til nýrrar framleiðslu.

Jarðgerð

Staðir þar sem matarleifum og garðúrgangi er umbreytt í næringarríka mold með hjálp maðka, einangraðra jarðgerðaríláta og móður náttúru. Á þessum stöðum geta verið stórfelld verkefni í gangi eða minni kynningarverkefni ásamt upplýsingum og búnaði til að byrja sína eigin jarðgerð í garðinum.

Vottanir og viðurkenningar:

ISO 14001

ISO 14001 umhverfisstjórnunarstaðallinn er til þess að hjálpa fyrirtækjum til þess að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum sínum, uppfylla gildandi umhverfisreglugerðir, starfsleyfisákvæði og þar fram eftir götunum. ISO 14001 leggur áherslu á það hvernig varan er framleidd en ekki vöruna sjálfa. Vottun umhverfisstjórnunarkerfisins er framkvæmd af hlutlausum þriðja aðila.

Kuðungurinn

Kuðungurinn eru virtustu umhverfisverðlaun á Íslandi. Kuðungurinn er viðurkenning umhverfisráðuneytisins á framlagi fyrirtækja og stofnana til umhverfismála og er hann veittur árlega við athöfn á Degi umhverfisins þ. 25. apríl ár hvert.

 

Skilaboð: