Gámaþjónustan býður upp á fjölbreytt hjálpartæki við flokkunina, hvort sem er fyrir heimili eða fyrirtæki og stofnanir. Eitt af nýjungum fyritækisins eru Ecodepo flokkunarbarir sem eru léttir og endingargóðir pokastandar þar sem mismunandi litir eru notaðir til að greina sundur úrgang og koma honum í réttan farveg.

Ecodepo hefur fengið fjölda verðlauna bæði fyrir hönnun og fyrir það hve auðveldir þeir eru í notkun. Ecodepo hefur einkaleyfi á þessari hönnun og festingunum fyrir pokana sem eru mjög handhægar.

Það má með sanni segja að á síðustu árum hafi orðið bylting í umhverfisvitund þjóðarinnar en það kemur ekki síst fram í áhuga stjórnenda nútíma fyrirtækja og stofnana á flokkun. Þeir gera sér grein fyrir mikilvægi þess að stuðla að endurvinnslu til hagsbóta fyrir umhverfið. Háskóli Íslands var fyrsti viðskiptavinur Gámaþjónustunnar sem tók Ecodepo kerfið í notkun og eru byggingar HÍ með yfir 100 fjögurra lita stöðvar í dag en þær hafa reynst einstaklega hentugar í húsnæði Háskóla Íslands.

Allar nánari upplýsingar um flokkunarstanda Ecodepo veitir söludeild Gámaþjónustunnar í síma 535 2510.

Birt:
6. september 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hjálpartæki við flokkunina“, Náttúran.is: 6. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/06/hjalpartaeki-vid-flokkunina/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 14. júlí 2012

Skilaboð: