Splunkunýtt Grænt kort / Green Map IS sem Náttúran.is stendur fyrir þróun og framleiðslu á verður frumsýnt og kynnt á Vísindavöku Rannís í Háskólabíói föstudaginn 27. september frá kl. 17:00 - 22:00.

Kynningin er á vegum Ferðamálafræði og landfræðideildar Háskóla Íslands og ber yfirskriftina Grænt Ísland - forsenda ferðaþjónustu.

Við munum dreifa Græna kortinu til gesta auk þess að sýna nýja vef- og app-útgáfu kortsins.

Hvers vegna Grænt kort?
Kortið er ekki aðeins skemmtilegt krydd í tilveruna heldur er það hugsað sem innlegg til lausnar einu mikilvægasta verkefni samtímans, þ.e. hvernig skal koma á jafnvægi á milli lífsstíls nútímamannsins og náttúrunnar. 
Græna kortið vísar þér á náttúruperlur, hvetur til jákvæðra athafna og sýnir þér þær frábæru lausnir sem boðið er upp á út um allt land.
Elskaðu Ísland og allan heiminn með Græna kortið®IS upp á vasann!

Við þökkum öllum þeim sem studdu útgáfu Græna kortsins sem gerði það mögulegt að hægt er að dreifa kortinu ókeypis:

Birt:
27. september 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænt kort yfir Ísland frumsýnt á Vísindavöku“, Náttúran.is: 27. september 2013 URL: http://nature.is/d/2013/09/25/graent-kort-yfir-island-frumsynt-visindavoku/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 25. september 2013
breytt: 27. september 2013

Skilaboð: