Ferðamálastofa veitir árlega umhverfisverðlaun til ferðaþjónustufyrirtækja eða einstaklinga í ferðaþjónustu sem þótt hafa skara framúr á sviði umhverfismála. Verðlaunin eru veitt árlega. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar hlaut umhverfisverðlaun Ferðamálastofu í ár en þau voru afhent á ráðstefnunni Sjálfbærni sem sóknarfæri? á Hótel Natura í dag. Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar  er sérstaklega vel að verðlaununum komið en fyrirtækið hefur um árabil stundað ábyrga umhverfisstefnu, eru með ISO 14001 umhverfisstjórnunarkerfi og Vakann - umhverfismerki.

Sjá Höldur ehf. - Bílaleiga Akureyrar hér á Grænum síðum.

Ljósmynd: Jón Gestur Ólafsson, gæða,- umhverfis-og öryggisstjóri hjá Höldum tekur við verðlaununum úr hendi Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ferðamálaráðherra. Ljósmyndari: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
27. mars 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Höldur fær umhverfisverðlaun Ferðamálstofu 2013“, Náttúran.is: 27. mars 2014 URL: http://nature.is/d/2014/03/27/holdur-faer-umhverfisverdlaun-ferdamalstofu-2013/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. september 2014

Skilaboð: