Ólafsdalur við Gilsfjörð er meðal merkustu menningarminjastaða á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Þar stofnaði Torfi Bjarnason fyrsta búnaðarskóla á Íslandi árið 1880 og var hann rekinn til 1907. Þar stunduðu 154 skólapiltar nám og komu þeir af öllu landinu. Myndarlegt skólahús frá 1896 stendur í Ólafsdal og er opið gestum á sumrin með sýningum, leiðsögn o.fl. Minjar um margar aðrar byggingar er á staðnum (smiðja, vatnshús, fjós, fjárhús, hesthús, tóvinnuhús...). Í Ólafsdal eru einnig jarðrækarminjar sem eru mjög merkilegar á landsvísu (beðasléttur, hleðslur og vantsmiðlunarmannvirki). Í Ólafsdal er myndarlegur minnisvarði af Torfa og Guðlaugu konu hans eftir hinn þekkta myndhöggvara Ríkharð Jónsson (1888-1977). Ólafsdalsfélagið vinnur nú að endurreisn staðarins.

Í Ólafsdal er stunduð lífrænt vottuð grænmetisræktun auk þess sem

Myndlistarsýningarröðin Dalir og hólar voru haldnar í Ólafsdal á árunum 2008, 2009, 2010, 2012 og 2014.

Enn frekari uppbygging er framunda í Ólafsdal en félagið gerði samning við fjármálaráðuneytið og Minjavernd árið 2015 um stórhuga uppbyggingu staðarins til þess horfs sem hann var í á tíma Torfa Bjarnasonar í Ólafsdal.

 


Ólafsdalur
371 Búðardalur

olafsdalur@gmail.is
olafsdalur.is

Á Græna kortinu:

Menningarsetur

Hér eru skráð öll menningarsetur á Íslandi. Þau eiga á ýmsan hátt snaran þátt í sjálfsmynd þjóðarinnar, umhverfi, menningu og ímynd borga og sveita. Söfn, setur og minnisvarðar sem og staðir sem eru ekki endilega stofnanavæddir eru skráðir í þennan flokk.

Íslenskir þjóðhættir

Minjasöfn og sögustaðir sem tengjast menningu og tækniþróun samfélagsins í gegnum tíðina.

Vottað lífrænt

Undirstaða lífræns landbúnaðar er frjósemi jarðvegs, skiptiræktun, lífrænn áburður og velferð búfjár með nægri útivist, rými og lífrænu fóðri. Afurðir má selja með tilvísun til lífrænna aðferða ef óháð vottunarstofa  staðfestir að framleiðslan uppfylli staðla.

Nýsköpun í heimabyggð

Nýsköpun þar sem náttúruafurðir og vistvænar/sjálfbærar framleiðsluaðferðir eru í hávegum hafðar.

Sagnfræðileg sérkenni

Byggingar, stofnanir, minnismerki eða ómerkt sögufræg svæði sem hafa sérstaka merkingu fyrir menningu og sögu borgar jafnt sem þjóðar.

Vottanir og viðurkenningar:

Vottað lífrænt - Tún

Á Íslandi annast Vottunarstofan Tún eftirlit með lífrænni framleiðslu. Í lífrænni ræktun felst að varan hefur verið ræktuð með lífrænum aðferðum, án eiturefna, tilbúins áburðar, hormóna eða erfðabreyttra lífvera. Vottað er í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins um lífræna landbúnaðarframleiðslu og reglur Túns um lífræna snyrtivöruframleiðslu og matreiðslu. Samkvæmt þeim er óheimilt að markaðssetja landbúnaðarvörur sem lífrænar nema þær hafi verið framleiddar í samræmi við ákvæði þessara staðla. Vottunin staðfestir að lífrænum aðferðum hafi verið beitt en metur ekki umhverfisáhrif vörunnar eða umbúða hennar.

Skilaboð: