Nú um helgina verður haldin Heilsuveislu í Súlnasal Hótel Sögu. Veislan er í formi fyrirlestra, kynninga, sýnikennslu og skemmtiatriða. Gestir fá heilsumat og ógrynni af upplýsingum og uppskriftum. Einnig verður heilsumarkaðstorg þar sem fyrirtæki er starfa innan þessa ramma kynna vörur sínar og þjónustu. Sérstök áhersla er lögð á llífrænar vörur.

 

Einar Bergmundur og Guðrún Tryggvadóttir frá Náttúran.is verða á staðnum til að kynna þjónustu vefsins og virkni og aðstoða aðila í heilsugeiranum við skráningar upplýsinga á vefinn. Þau munu einnig gefa gestum Náttúruspil, Grænt Reykjavíkurkort og veggspjöld.

Sjá nánari upplýsingar um Heilsuveisluna hér.

Birt:
19. febrúar 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúran.is tekur þátt í Heilsuveislunni“, Náttúran.is: 19. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/19/natturan-tekur-thatt-i-heilsuveislunni/ [Skoðað:24. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: