Á dögunum afhentu forsvarsmenn Náttúran.is Helenu Óladóttur verkefnisstjóra Náttúruskóla Reykjavíkur eitthundrað stokka af Náttúruspilunum að gjöf til notkunar í tengslum við starfsemi Náttúruskóla Reykjavíkur en spilin hafa notið sívaxandi vinsælda sem kennslutæki í umhverfisfræðslu í skólum landsins.

Í fyrra var öllum grunn- og framhaldsskólum landsins sendur stokkur að gjöf en það var Mennta- og menningarmálaráðuneytið sem gerði það átak mögulegt með styrkframlagi. Sjá Náttúruspilin - 52 góð ráð fyrir þig og umhverfið hér á Náttúrumarkaðinum.

Spilin eru hönnuð af Guðrúnu Tryggvadóttur og Signýju Kolbeinsdóttur og fræðsluefnið allt unnið af starfsfólki Náttúran.is og samstarfsfólki á hinum ýmsu sviðum. Náttúruspilin eru Svansmerkt framleiðsla, prentuð hjá GuðjónÓ vistænni prentsmiðju.

Fyrir þá sem áhuga hafa á að setja spilin inn á heimasíður sínar er velkomið að gera það án endurgjalds. Hafið samband ef eitthvað skildi vefjast fyrir ykkur með innsetningu á netspilunum. Sjá nánar um Náttúruspilin á netinu.

Birt:
2. september 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúruskólinn fær 100 stokka af Náttúruspilum að gjöf“, Náttúran.is: 2. september 2010 URL: http://nature.is/d/2010/09/02/natturuskolinn-faer-100-stokka-af-natturuspilum-ad/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: