Fjögurra daga gönguferð um Jökulsárgljúfur dagana 16. - 21. júlí 2010 og aftur 29. júlí – 3. ágúst 2010. Í undraveröld Gljúfranna er að finna dulmagnaða náttúru og langa sögu byggðar, bæði manna og vætta. Yoga kvölds og morgna. Dvalið er á tjaldstæðinu í Vesturdal.

Í Yndisferðum er notuð náttúrutúlkun - Environmental Interpretation - sem er ákveðið form fræðslu sem þróaðist í fyrstu þjóðgörðum veraldar. Náttúrutúlkun leiðir til dýpri skilnings á gildi náttúrunnar og mikilvægi þess að vernda hana.

Leiðsögumaður er Anna Dóra Hermannsdóttir yogakennari en hún starfaði sem landvörður í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem nú hefur sameinast Vatnajökulsþjóðgarði. Bókanir og allar nánari upplýsingar eru að finna á skidadalur.is

Að Klængshól í Skíðadal reka hjónin Anna Dóra Hermannsdóttir og Örn Arngrímsson ferðaþjónustu með áherslu á heilsufæði og nálgun við náttúruna út frá hugleiðslu, yoga, Cranio Sacral Therapy, og gönguferðum svo eitthva sé nefnt. Dvöl í Skíðadalnum er tilvalin leið til afslöppunar og endurnýjunar. Klængshóll er með lífræna vottun. Sjá Klængshól hér á Grænum síðum.

Mynd: Blágresi, ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
28. júní 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Yndisferðir um undraheima Jökulsárgljúfra“, Náttúran.is: 28. júní 2010 URL: http://nature.is/d/2010/06/28/yndisferdi-um-undraheima-jokulsargljufra/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: