Bio-Bú sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænt vottuðum mjólkurvörum. Bio-Bú ehf var stofnað af hjónunum Dóru Ruf og Kristjáni Oddssyni árið 2002 en fyrsta varan, lífræn jógúrt, koma á markað ári seinna.

Fyrirtækinu hefur uxið fiskur um hrygg og framleiðslan er stöðugt að verða fjölbreyttara enda mikill áhugi á lifrænum vörum hjá neytendum. Úrvalið í dag samanstendur af grískri jógúrt, jógúrt, skyri, AB mjólk, smjöri, rjóma og ís.

Nýlega kom lífrænn Skógarberjaís á markað en Skógarberjaísinn hefur verið kynntur í fjölda verslana og hafa viðtökur verið með eindæmum góðar. Yfir þúsund 1 líters box seldust í fyrstu viku júní mánaðar, og ljóst að þetta verður mest seldi ísinn hjá fyrirtækinu í sumar.

Bio-Bú mun kynna enn eina nýja vörulínu í byrjun október ásamt nýrri tegund af skyri í sptember. Hjá Bio-Búi starfa sex manns en mjólkin kemur frá lífrænt vottaða búinu Neðra Háls í Kjós og frá búunum Búlandi í Austur Landeyjum og Finnastöðum í Eyjafjarðasveit.

Sjá alla sem hafa lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni út frá þeim vöruflokkum sem þeir tilheyra, hér á Grænum síðum.

Birt:
29. ágúst 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýjar vörur frá Bio-Búi á markað“, Náttúran.is: 29. ágúst 2012 URL: http://nature.is/d/2012/08/29/nyjar-vorur-fra-bio-bui-markad/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 29. september 2012

Skilaboð: