Geymsla matvæla hefur ekki alltaf verið jafn einföld og nú til dags. Mikilvægt er þó að hafa í huga að ísskápurinn notar mesta orku af öllum tækjum á heimilinu eða um 20%. Það skiptir því verulegu máli fyrir umhverfið og orkureikning heimilisins að kaupa í upphafi ísskáp sem notar sem minnsta orku. Orkumerkin Energy Star og Evrópska orkumerkið gefa til kynna hve orkufrekur ísskápurinn er. Því minni ísskáp sem þú kemst af með því betra. Fullur ísskápur sparar orku. Munið að hafa ísskápinn ekki opinn að óþörfu.

Birt:
21. mars 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ísskápurinn - vetur allt árið“, Náttúran.is: 21. mars 2011 URL: http://nature.is/d/2007/05/27/sskpurinn-vetur-allt-ri/ [Skoðað:22. júní 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 27. maí 2007
breytt: 21. maí 2014

Skilaboð: