Tilraunir með að „krydda“ lambakjöt áður en lömbunum er slátrað hefur skilað góðum árangri en fyrstu sérræktuðu hvannarlömbunum var slátrað í Dölunum nú í haust.

Síðustu vikur fyrir slátrun var lömbunum beitt á hvönn [Angelica Archangelica] og þannig fékkst merkjanlegur munur á bragði kjötsins. Verkefnið er talið vera vísir að skemmtilegri tilbreytingu í lambakjötsframleiðslu og geta gefið framleiðendum forsköt í nýsköpun og ferðamennsku með sérstöðunni.

Verkefnið er unnið að frumkvæði Höllu Steinólfsdóttur og Guðmundar Gíslasonar sauðfjárbænda í Ytri-Fagradal á Skarðsströnd. Matís hafði umsjón með tilrauninni sem er talin hafa heppnast mjög vel.

Mynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
13. september 2007
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvannarlömbin vel heppnuð“, Náttúran.is: 13. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/13/hvannarlmbin-g/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 26. janúar 2008

Skilaboð: