Vatnið sem kemur úr krananum á Íslandi er yfirleitt af besta gæðaflokki sem þekkist. Ef eitthvað er að kranavatninu þínu þá er það yfirleitt vegna tæringar í þeim vatnslögnum sem liggja að húsinu frá stofnæðinni.

Þótt við Íslendingar séum svo lánsamir að eiga nóg af vatni þá er óþarfi að bruðla með það. Betra er að venja sig á að nýta það vel, enda er orkufrekt að dæla vatni til okkar og frá okkur aftur.

Með vatnssparandi tækni í sturtuhausum, krönum, salernum, þvotta- og uppþvottavélum þá er mögulegt að minnka vatnsnotkun heimila um helming án mikillar fyrirhafnar og án þess að minnka lífsgæði og hreinlæti.

Birt:
18. janúar 2013
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Varis Bokalders og Maria Block „Blöndunartæki“, Náttúran.is: 18. janúar 2013 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/blndunartki/ [Skoðað:27. maí 2018]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. júní 2007
breytt: 17. maí 2014

Skilaboð: