10. október 2010 stefnir í að verða mesti baráttudagur á heimsvísu hingað til, gegn loftslagsbreytingum af mannavöldum. Það fyrirfinnst varla það land þar sem ekki eru hópar sem taka þátt. Sjá nánar á www.350.org.

Í Reykjavík hefur verið blásið til eftirfarandi uppákoma:

Dagskrá:

14:00 Fjölda-hjólreiðalest hittist á Austurvelli
15:00-19:00 Uppákomur á Hlemmi
15:00 - Playground Birds
16:00 - Bróðir Svartúlfs
17:00 - Árstíðir

Í Reykjavík byrjar dagurinn á fjölda-hjólreiðatúr frá Austurvelliog upp Hverfisgötu að Hlemmi. Í boði verður stutt kynning á Hjólafærni og einkaleiðsögn án endurgjalds. Hjólafærni er tækni til að hjóla í sátt við aðra umferð á götum, og sérstaklega á frekar rólegum götum.

Hlemmur er aðal almennningsamgöngumiðstöð Íslendinga og munu þar verða tónleikar, skiptimarkaður (þú getur skipt gömlu dóti út fyrir nýtt), gefins “Slow food” - hollur matur og kynningar á þeim lausnum sem eru til staðar til bjargar loftslagsbreytingum.

Náttúran.is gefur Græn Reykjavíkurkort.

Að endingu verður kl. 19:00 buxnalaus ganga niður Laugaveginn (hjólreiðafólk er líka hvatt til að hjóla í för með ber læri og leggi) - til að vekja athygli á grænum samgöngum!

10-10-10 uppákomur eiga sér stað á nokkrum stöðum á landinu og enn er verið að móta dagskrána. Þeir sem áhuga hafa á að taka þátt með einhverjum hætti hafi samband við: kellyabaumann@gmail.com or julia.vol.wf@gmail.com

Sjá nánar á facebooksíðunni 10-10-10 Reykjavík: Keep the ice in Iceland.

Myndir: Nokkur af þeim fjölmörgu veggspjöldum sem hönnuð hafa verið um allan heim í tilefni dagsins.

Birt:
7. október 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „10 - 10 - 10 - Dagur til að fagna lausnum á loftslagsvandanum“, Náttúran.is: 7. október 2010 URL: http://nature.is/d/2010/10/07/10-10-10-dagur-til-ad-fagna-lausnum-loftslagsvanda/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: