Markmið: Náttúruupplifun og næmni.

Verkefni: Nemendur eiga að setjast niður úti í náttúrunni, loka augunum og hlusta á hljóð náttúrunnar. Þeir eiga að telja á fingrunum hversu mörg hljóð þeir heyra og velta fyrir sér hvaða hljóð eru náttúruleg og hver eru af mannavöldum. Gaman getur verið að prófa leikinn á nokkrum mismunandi stöðum í náttúrunni, t.d. í skógi, nálægt vatni og á engi og bera saman hvaða hljóð það eru sem heyrast

Leikurinn er góður fyrir nemendur til að tengjast náttúrunni og velta fyrir sér margbreytileika hennar en ekki síður fyrir fullorðna fólki, það sest svo sjaldan niður og slakar á og bara nýtur þess að vera eitt með náttúrunni.

Mælt er með því að gera þetta oft, því börnin fyllast værð og dularfullri orku náttúrunnar.

Birt:
25. maí 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hlustaðu á heiminn í kringum þig“, Náttúran.is: 25. maí 2014 URL: http://nature.is/d/2014/05/25/hlustadu-heiminn-i-kringum-thig/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 22. ágúst 2014

Skilaboð: