Bændur og aðrir framleiðendur eru í auknum mæli farnir að efna til markaða þar sem framleiðsluvörur þeirra eru á boðstólum. Vörurnar eru ýmist matvara, blóm, jurtir eða handverk af ýmsum toga. Hér er listi yfir þá markaði sem vitað er um í sumar:

Í Mosskógum Dalsseli Mosfellsbæ, hefur verið starfræktur vinsæll bændamarkaður til fjölda ára og þangað kemur fjöldi íbúa af höfuðborgarsvæðinu að ná sér í nýtt grænmeti, blóm o.fl. úr lífrænni framleiðslu. Markaðurinn verður í gangi frá miðjum júlímánuði en markaðurinn verður opinn á sunnudögum milli 12:00-17:00 alla sunnudaga fram í byrjun september.

Marina á Akureyri, opinn alla sunnudaga kl. 11:00-17:00.

Sveitamarkaðurinn á Breiðabliki, Snæfellsnesi verður opinn laugardaginn 9. ágúst kl. 12:00-18:00. boðið uppá fjölbreytt vöruframboð og góða skemmtan (heimabakstur, kaffi, tónlist, kompuhorn o.m.fl.). Þetta verkefni er sprottið út úr verkefninu. Byggjum-brþr sem margar konur á Snæfellsnesi voru þátttakendur og þótti markaðurinn heppnast frábærlega vel fyrr í sumar, gott veður og margir gestir.

Við Laxá í Leirársveit – við þjóðveg 1 er haldinn markaður alla sunnudaga í sumar eins og á liðnu ári. Markaðurinn er opinn 13:00-18:00 og þar fást margvíslegar vörur.

Kolaportið í Reykjavík er auk annars vettvangur fyrir bændur sem vilja selja framleiðsluvörur sínar. Þar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-17:00.

Kátt í Kjósinni er meðal annars sveitamarkaður sem verður haldinn laugardaginn 19. júlí.

í Gallerí Gónhól í gamla frystihúsinu á Eyrarbakka er starfræktur markaður með miklu úrvali af notuðum munum, handverki og þar ríkir sannkölluð flóamarkaðsstemning um helgar. Opið á laugardögum og sunnudögum frá 11:00 - 17:00.

Til að átta sig betur á staðsetningu sveitamarkaða er hægt að skoða helstu sveitamarkaði á græna Íslandskortinu. Ef einhver lumar á upplýsingum um fleiri sveitamarkaði, bændamarkaði og flóamarkaði þá látið okkur vita á nature@nature.is. Myndin er frá markaðinum í Dalsseli þ. 18. ágúst 2007. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. júlí 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Sveitamarkaðir á Íslandi í sumar“, Náttúran.is: 14. júlí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/07/13/baendamarkaoir-islandi-i-sumar/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 13. júlí 2008
breytt: 23. júlí 2008

Skilaboð: