Skógræktarfélag Íslands útnefndi Tré ársins 2012 við hátíðlega athöfn að Brekkugötu 8 á Akureyri, þ. 2. september sl.

Gráösp (Populus x canescens) var valin Tré ársins 2012 en tréð er blendingur milli blæaspar og silfuraspar. Gráösp er sjaldgæf hér á landi en er notuð sem garð- og borgartré víða í Evrópu, Vestur-Asíu og Suður-Rússlandi. Uppruni þessa tiltekna trés er á reiki en talið er að það hafi verið gróðursett um miðjan fjórða áratuginn.

Skógræktarfélag Íslands útnefnir árlega Tré ársins. Er útnefningunni ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt og benda á menningarlegt gildi einstakra trjáa um allt land.

Ljósmynd: Tré ársins 2012 gráöspin á Akureyri, ljósm. Einar Gunnarsson.

Birt:
5. september 2013
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Tré ársins 2012“, Náttúran.is: 5. september 2013 URL: http://nature.is/d/2012/09/05/tre-arsins-2012/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. september 2012
breytt: 1. janúar 2013

Skilaboð: