Sesseljuhús - umhverfissetur á Sólheimum stendur fyrir sýningunni „Að byggja og búa í sátt við náttúruna“ sem opnar fimmtudaginn 15. júní. Sýningarstjóri er ný r umsjónarmaður Sesseljuhúss, Bergþóra Hlíðkvist Skúladóttir. Sýningin er hluti af Menningarveislu Sólheima sem haldin er á tímabilinu 3. júní til 7. ágúst. Í fréttatilkynningu um sýninguna skrifar Bergþóra: „Það þótti viðeigandi að fyrsta sýningin í Sesseljuhúsi fjallaði um sjálfbærar byggingar þar sem húsið er hannað og byggt með sjálfbærni í huga. 

Sýningin byggir á hugmyndafræði sænska arkitektsins Varis Bokalders en hann hefur sérhæft sig í hönnun sjálfbærra bygginga og byggðahverfa og notar hugmyndafræðina við kennslu í arkitektúr. Mun Varis koma til Sólheima í haust og halda fyrirlestur í Sesseljuhúsi. Sýningin fjallar um hvaða kröfur eru gerðar til sjálfbærra bygginga og hvað neytandinn getur gert, bæði í efnisvali og eigin lífsstíl, til að stuðla að sjálfbærri þróun. Bent er á hvernig Sesseljuhús stenst kröfur um að vera sjálfbær bygging og hvað byggðahverfið Sólheimar er að gera til að stuðla að sjálfbærri þróun.

Opnunartími: 10:00-18:00 alla daga og aðgangur er ókeypis.

Sjá nánari um Sesseljuhús á vef Sólheima.
Birt:
14. júní 2006
Uppruni:
Sesseljuhús
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Að byggja og búa í sátt við náttúruna“, Náttúran.is: 14. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/byggja_bua/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007

Skilaboð: