Við jarðskjálftann stóra á Suðurlandi þ. 29. maí sl. opnuðust nýir hverir á annars lítt virku hverasvæði fyrir ofan Garðyrkjuskóla ríkisins sem nú er hluti af Landbúnaðarháskóla Íslands.

Um nokkra samliggjandi hveri er að ræða sem að sýna mikla virkni. Hverasvæðið fremst í Grænsdal/Grændal hafa einnig eflst við jarðhræringarnar og leggur mun meiri gufu upp frá efri hluta Hveragerðis en fyrir skjálftana.

Fjöldi ferðamanna var á vappi um svæðið í dag sem virðist þó alls ekki vera öruggt svæði til að ganga yfir miðað við virknina sem nú er að verða til á svæðinu. Varúðarplastrenningar á íslensku gera ekki mikið gagn til að halda forvitnum ferðamönnum frá svæðinu og er hér með skorað á bæjaryfirvöld að tryggja öryggi ferðamanna og setja upp viðvaranir og fjöltyngt aðvörunarskilti.

Sjálfsagt hefur einhver nú þegar nefnt hverinn (eða hverina) en Náttúran vill leggja til að hverinn verði nefndur Ingólfshver eða Ingólfur (í höfuðið á skapara sínum, Ingólfsfjalli, þar sem skjálftarnir átti upptök sín).

Myndin er af Ingólfshver. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
31. maí 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýir hverir opnuðust í Hveragerði“, Náttúran.is: 31. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/31/nyir-hverir-opnuoust-i-hverageroi/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 1. júní 2008

Skilaboð: