Formlegur stofnfundur „Félags um Samfélagsbanka“ verður haldinn í sal ReykjavíkurAkademíunnar, Hringbraut 121, 4. hæð, laugardaginn 16. apríl kl 17:00.

Áhugi á stofnun samfélagslega ábyrgum banka, eða sparisjóði, vaknaði upp úr bankahruninu og í aðdraganda komu verðlaunahafa umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs fyrir árið 2010 en þau féllu í hlut þriggja banka; hins danska Merkur bank, hins norska Cultura bank og Ekobanken frá Svíþjóð. Verðlaunabankarnir hafa allir notið vaxandi velgengni og trausts almennings á Norðurlöndum. Þeir, ásamt vaxandi fjölda banka, þjóna samfélaginu af réttlæti og sanngirni og efla umhverfis- og félagslega sjálfbærni til langs tíma með því m.a. að renna stoðum undir lífræna fæðuframleiðslu, sjálfbæra orku og mannsæmandi atvinnu- og búsetuúrræði fyrir alla þjóðfélagshópa.

Markmið stofnun Félags um Samfélagsbanka hér á landi er að stuðla að stofnun fjármálafyrirtækis sem:

  • byggir á siðferðilegum gildum
  • hefur samfélagslega uppbyggileg markmið
  • hefur sjálfbæra þróun að leiðarljósi í útlánastefnu sinni fremur en fjárhagslegan hagnað
  • gefur fólki kost á að vita hvernig sparifé þess er ráðstafað og möguleika til að hafa áhrif þar á

Allir áhugamenn um endurnýjun og viðsnúning í bankarekstri hér á landi eru hvattir til að mæta á fundinn og taka virkan þátt í félaginu.

Nánari upplýsingar veitir Sigfús Guðfinnsson braudhus@isl.is.

Birt:
10. apríl 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Félag um Samfélagsbanka í burðarliðnum“, Náttúran.is: 10. apríl 2011 URL: http://nature.is/d/2011/04/10/felag-um-samfelagsbanka-i-burdarlidnum/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 2. október 2011

Skilaboð: