Útskurðarmeistarinn Ragnheiður Magnúsdóttir í Gígjarhólskoti í Biskupstungum var valinn Handverksmaður ársins 2006 á Handverkshátíðinni í Hrafnagili nú í mánuðinum. Ranka í Kotinu, eins og hún er jafnan kölluð af sveitungum sínum hefur einstaka formtilfinningu og tæknina fullkomnlega á sínu valdi. Verk hennar eru sannkölluð listaverk og er hún vel að útnefningunni komin. Viðfangsefni hennar eru nátengd næsta nágrenni hennar s.s. dýrunum á bænum, fuglum og fólki. Ranka er ennfremur mikil kunnáttumanneskja í jurtalitun og hefur skrásett tilraunir sínar nákvæmlega. Grasagudda hefur nú þegar skráð allar prufur Rönku og munu jurtalitunaraðferðir og litaprufur vera aðgengilegar hér á gagnagrunni vefsins innan tíðar.
-
Myndin er tekin af verkum Rönku á sýningu sem hún setti upp í eldhúsi sínu að tilefni heimsóknar þátttakenda evrópuverkefnisins Fósturlandsins Freyja (Rural business women) í ágúst á síðasta ári.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

 

Birt:
26. ágúst 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ranka í Kotinu - Handverksmaður ársins 2006“, Náttúran.is: 26. ágúst 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/ranka_kotinu/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: