Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi í Fljótsdalshéraði hefur á undanförnum árum plantað um milljón trjám á landi sínu í Vallanesi, mikið af þeim stafafura [Pinus contora].

Allt sem Eymundur framleiðir hvort sem eru tré, kartöflur, bygg eða grænkál er ræktað með aðferðum lífrænnar ræktunar enda ber bú hans vottun frá vottunarstofunni Túni um 100% lífræna ræktun í Vallanesi. Bygg, olíur, grænmeti og tilbúnir réttir eru markaðssettir undir nafninu Móðir jörð og fást m.a. olíur og bygg frá Móður jörð hér á Náttúrumarkaðinum.

Nú er komið að fjórðu uppskeru nokkurra hundraða þessarar lífrænt ræktuðu stafafuru og munu þær vera á boðstólum  í Jólabænum á Hljómalindarreitnum við Laugaveg frá 18. - 23. des. frá kl. 13:00-22:00. Sjá nánar um Móður Jörð á vef fyrirtækisins www.vallanes.net.

Sjá Móður Jörð hér á Grænum síðum en nokkrar vörutegundir Móður Jarðar eru kynntar hér á Náttúrumarkaði. Birkiolía, Blágresisolía, Lífolía, og lífrænt byggmjöl.

Myndin er af stafafurum í Vallanesi.

Birt:
4. desember 2010
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífrænt ræktuð íslensk jólatré frá Vallanesi á nýjum stað í Reykjavík“, Náttúran.is: 4. desember 2010 URL: http://nature.is/d/2010/12/04/lifraent-raektud-islensk-jolatre-fra-vallanesi-nyj/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: