Ergo auglýsir styrki til frumkvöðlaverkefna á sviði umferðar- og umhverfismála til umsóknar

Í frétt á vef Ergo segir: Eitt af markmiðum fyrirtækisins hefur verið að stuðla að fjölgun umhverfishæfari bíla á Íslandi. Liður í því hefur meðal annars verið að bjóða viðskiptavinum upp á græn bílalán á hagstæðum kjörum sem eru sérstaklega sniðin að umhverfishæfum bílum.

Til að fylgja eftir grænni stefnu Ergo og sýna enn frekari stuðning við Grænan apríl hefur Ergo nú ákveðið að veita 1.000.000 króna í styrki til grænna verkefna. Veittir verða tveir styrkir að fjárhæð 500.000 krónur hver til að styrkja frumkvöðlaverkefni á sviði umferðar- og umhverfismála.

Einstaklingar og fyrirtæki geta sótt um styrkina. Viðskiptaáætlun þarf að fylgja umsókninni ásamt skýringu á því til hvers nýta skal styrkinn. Tímafrestur til að senda inn umsókn er til 11. maí 2012 en styrkjum vegna ársins 2012 verður úthlutað þann 31. maí. Öllum umsóknum verður svarað. Guðrún Bergmann, einn af frumkvöðlum verkefnisins Grænn apríl mun koma að úthlutun styrkjanna ásamt fulltrúum Ergo.

Ljósmynd: Ergo Berti að spjalli við félaga á Kaffi París.

Birt:
29. apríl 2012
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ergo býður umhverfisstyrki“, Náttúran.is: 29. apríl 2012 URL: http://nature.is/d/2012/04/29/ergo-bydur-umhverfisstyrki/ [Skoðað:20. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: