Verslunareigendur við Skólavörðustíg halda hátíð í dag frá kl. 12:00 - 16:00 undir yfirskriftinni „náttúrulegt.“ Gefin verða blóm og ávextir í tilefni dagsins. Verslunin Yggdrasill heldur upp á 20 ára afmæli sitt en verslunin hefur frá upphafi selt lífrænt ræktaðar vörur og náttúrulegar matvörur, hreinsiefni o.fl. Í fyrra flutti Yggdrasill af Kárastíg á Skólavörðustíginn þar sem verslunin dafnar vel í góðum félagsskap annarra verslana og gallería

Auk þess að reka verslunina við Skólavörðustíg er Yggdrasill heildsölufyrirtæki sem þjónar fjölda verlslana og deilda í stórverslunum landsins með lífrænar og náttúrulegar vörur sem njóta æ meiri vinsælda. Í dag býður Yggdrasill viðskiptavinum sínum 20% afslátt í tilefni afmælisins. Verslunin Börn náttúrunnar sem tók til starfa nú um áramótin og selur m.a. náttúruleg leikföng og barnafatnað úr náttúruefnum er nú einnig flutt á Skólavörðustíginn og mun í dag m.a. verða með sýnishorn af handverki Waldorfskólanna og kynningarbæklinga um starfsemi þeirra. Hitt húsið verður með uppákomur og margt annað sumarlegt og skemmtilegt er í boði á Skólavörðustígnum í dag.

Myndin er af villtum bláklukkum [Campanula rotundifolia] í Borgarfirði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
3. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrulegt - Blómadagur á Skólavörðustíg í dag“, Náttúran.is: 3. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/blomadag_skolavordust/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 2. júní 2007

Skilaboð: