Þrátt fyrir mikinn viðbúnað, sérfræðinga og umhverfisráðherra á staðnum var björninn við Hraun veginn eftir að hann styggðist og hljóp í átt til sjávar var sagt í beinni útsendingu á Rás 1. þegar að atburðurinn átti sér stað.

Í frekari umfjöllunum hefur síðan komið fram að dýrið hafi hlaupið „í átt að fjölmiðlafólki“ en Stefán Vagn Stefánsson yfirlögregluþjónn nefnir það ekki í viðtali við Stöð 2 heldur segir að eftir að styggð hafi komið að dýrinu hafi það farið í vatnið, síðan komið á landi og stungið sér aftur til sunds út á haf. Þá hafi verið tekin sú ákvörðun að skjóta dýrið til bana.

Sjá nánar á visir.is.

Birt:
17. júní 2008
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Björninn veginn“, Náttúran.is: 17. júní 2008 URL: http://nature.is/d/2008/06/17/bjorninn-veginn/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: