Í tilefni af útkomu „Ætigarðsins - handbókar grasnytjungsins“ eftir Hildi Hákonardóttir, gefin út af bókaútgáfunni Sölka, var haldinn útgáfufagnaðar í hinum eiginlega Ætigarði að Straumum, Ölfusi þann 01.09.2005. Fjölmennt var á fagnaðinum og ljúffengir réttir úr Ætigarðinum á boðstólum. Greinarhöfundur óskar Hildi og Sölku innilega til hamingju með útgáfu þessarar fallegu og fræðandi bókar. Um bókakápu og hönnun bókarinnar sá Björg Vilhjálmsdóttir og er henni einnig óskað til hamingju því bókin er eins og konfekt í höndunum á manni, svo falleg er hún. Við lesningu opnast manni heimur höfundarins sem er bæði fullur innsæis og lífsvisku auk þess sem bókin er sneisafull af húmor. Myndin er af bókinni.
Birt:
1. september 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Útgáfu „Ætigarðsins“ fagnað“, Náttúran.is: 1. september 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/utgafa_aetigardsins/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 1. maí 2007

Skilaboð: