Mánudaginn 24. apríl verður haldið málþing á vegum Umhverfisráðuneytisins um svifryksmengunina í Reykjavík. Eins og kunnugt er hefur aukin svifryksmengun í höfuðborginni verið mikið í umræðunni að undanförnu enda hefur magn þess iðulega mælst yfir þeim mörkum sem talist geta heilsusamleg. Málþingið er haldið í Norræna húsinu og hefst kl. 13:15 og stendur til kl. 16:45.

Dagskrá: Setning: Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra.
Starfsemi svifryksnefndar: Ingimar Sigurðsson.
Efnasamsetning svifryks í Reykjavík. Skýrsla Iðntæknistofnunar frá 2003: Bryndís Skúladóttir.
Skýrsla Umhverfisstofnunar og Umhverfissviðs Reykjavíkur: Svifryksmengun í Reykjavík 1995-2005: Sigurður B. Finnsson og Anna Rósa Böðvarsdóttir.
a) Áhrif svifryks á heilsufar og dánartíðni: Sigurður Þór Sigurðarson.
b) Annar samfélagslegur kostnaður: Guðbjartur Sigfússon.
Pallborðsumræður um nauðsyn aðgerða. Þátttakendur í pallborði:
Þór Tómasson frá Umhverfisstofnun.
Lúðvík Gústafsson frá Reykjavíkurborg.
Sigurður Hreiðar Hreiðarsson frá Félagi íslenskra bifreiðaeigenda.
Fyrirspurnir og almennar umræður.
Fundarstjóri: Davíð Egilsson, forstjóri Umhverfisstofnunar.

Allir velkomnir.

Birt:
21. apríl 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hvað er í húfi? - Málþing um „svifryk í Reykjavík““, Náttúran.is: 21. apríl 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/svifryk_rvk/ [Skoðað:24. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 4. maí 2007

Skilaboð: