Við hvað starfar þú eða hvert er viðfangsefni þitt:

Ég starfa hjá fyrirtækinu mínu Grænna landi sem staðsett er á Flúðum. Ég er svo heppin að vera í mjög flölbreyttri vinnu. Á sumrin er ég í útivinnu í garðyrkjuþjónustu sem ég stjórna. Við þjónustum sumarhúsaeigendur, fyrirtæki og sveitarfélagið Hrunamannahrepp. Í lok sumarsins sker ég hvönn sem ég sel svo til lyfjagerðar og til matvinnslu t.d Eftir 15. september fer ég í aðra vinnu sem ég hef verið að búa mér til siðustu 4 árin. Ég bý til kransa úr hálmi, bý til skreytingaefni úr birki og vef greni á kransana fyrir aðventuna svo eitthvað sé nefnt. Um páskana bý ég til skreytingaefni úr birki en nota aðra liti.

Hvaða menntun eða reynslu hefur þú að baki?

Ég hef unnið við garðyrkjutengd störf örugglega í 20 ár og hef bara unnið við annað í 4 ár. Ég er alin upp í garðyrkju og er garðyrkjufræðingur og er með diplóma í markaðs og aljóðaviðskiptum.

Hvað lætur þig tikka?

Að framkvæma allar hugmyndir sem ég fæ til að sjá hvort þær virka eða hvort ég geti nýtt mér þær niðurstöður í eitthvað annað.

Finnst þér að þú getir haft áhrif í samfélaginu?

Mér finnst ég geta haft árhrif þar sem ég reyni að sýna fólki fram á að rusl sé ekkert endilega rusl og oft þurfi bara að breyta um „form“ til að það verði að verðmætum.

Hvaða viðfangsefni finnast þér mikilvægust einmitt núna?

Að ná að búa til birkibúntin og mála þau „með málningu sem hent hefur verið“ og koma þeim í sölu fljótlega eftir næstu helgi.

Ræktar þú eigin jurtir eða nýtirðu þér villtar jurtir?

Ég rækta ekki neinar jurtir sjálf fyrir utan plöntur sem ég nýti í garðinn hjá sjálfri mér. En allt sem ég vinn með eru náttúruefni, hálmur, hvönn og birki svo eitthvað sé nefnt.

Á hvaða stigi finnst þér náttúruvernd á Íslandi vera í dag?

Hún er á frekar hættulegum stað þar sem það lifa allir í núinu en horfa ekki til framtíðar. Líklega væri þetta kallaður egóískur hugsunargangur. Nægt vatn, í dag. Nægt pláss í dag og næg orka í dag... en hvað með á morgun??

Hvernig myndir þú vilja sjá vef Náttúrunnar þróast?

Tengill við hliðina á veðrinu á mbl.is

Áttu þér uppáhalds málshátt eða lífsspeki?

Prufaðu og þá getur þú tekið ákvörðun.. ekki fyrr..

Kærar þakkir Erla Björg.

Ljósmyndir: Efst, Erla Björg við vinnu, miðmynd; kransar, neðst; litaðar greinar.

Birt:
6. nóvember 2011
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Náttúrubarnið Erla Björg Arnardóttir“, Náttúran.is: 6. nóvember 2011 URL: http://nature.is/d/2011/11/06/natturubarnid-erla-bjork/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 16. nóvember 2011

Skilaboð: