Í dag opnar áður nefndur Maður lifandi í Hæðasmáranum í Kópavogi aftur eftir gagngerar breytingar, á nafni jafnt sem útliti. Nýja nafnið er LIFANDI markaður. Samtímis lokar Maður lifandi í Borgartúni og mun opna aftur sem LIFANDI markaður upp úr miðjum september. Veitingastaðnum í Menningar- og listamiðstöðinni Hafnarborg, Hafnarfirði verður einnig breytt í LIFANDI markaður en mun ekki loka á meðan á breytingum stendur.

Hluti af breytingunum fólust í að tvöfalda eldhúsið sem var orðið allt of lítið vegna vaxandi vinsælda veitingastaðanna. Hinn hlutinn gekk út á að breyta áherslum og ásýnd staðanna í takt við nýja tíma. Útlitið mun koma flestum á óvart en það er gjörólíkt því sem þekkist í matvöruverslunum hér á landi og meira í takt við það sem gerist erlendis. Í hönnunarferlinu var lögð áhersla á að gera matarinnkaupin ánægjuleg og þægileg til að auðvelda viðskiptavinum að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl.

Þróunin undanfarna áratugi í matvælaiðnaði hefur verið í þá átt að draga úr gæðum til að lækka framleiðslukostnað og bæta það síðan upp með fyllingar- og aukefnum. Sífellt meira úrval af skyndibita- og ruslfæði innan um annan mat gerir fólki erfitt fyrir að átti sig á hvað sé í lagi og hvað ekki.

Loforð LIFANDI markaðar felst í því að viðskiptavinurinn þurfi ekki að rýna í innihaldslýsingar enda sé búði að sjá um það, lið fyrir lið. Val á vörum í verslunina fer eftir því hvort að hún standist ítrustu kröfur skv. hugmyndafræði LIFANDI markaðar. Lífrænar vörur eru alltaf fyrsti kostur en þegar það er ekki í boði er boðið upp á vörur úr úrvals hráefnum án óæskilegra fyllingar- og aukefna.

Veitingastaður


Veitingastaðurinn er einnig gjörbreyttur, enda var kominn tími á andlitslyftingu að sögn eigenda. Nýir og spennandi réttir eru á matseðlinum eins og „léttir réttir dagsins“ sem breytast dag frá degi. Meða annarra rétta má nefna ljúffengar heilsupítur, með humri, kjúklingi eða grænmetisbuffi og svo holl barnapíta sniðin að þörfum barna. Aldrei er neitt „hvítt“ notað í eldamennskuna hjá LIFANDI og allt eldað frá grunni úr heilnæmum hráefnum. Í nýja umhverfinu er mikil áhersla lögð á Orkubarinn þar sem boðið er upp á úrval þeytinga, nýkreistra safa og heilsuskota.

Birt:
7. september 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Adam Dachis „Maður lifandi verður LIFANDI markaður“, Náttúran.is: 7. september 2011 URL: http://nature.is/d/2011/09/07/madur-lifandi-verdur-lifandi-markadur/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. september 2011

Skilaboð: