„Þetta er mjög græn stefna. Við viljum hafa matjurtagarða og kaupmanninn á horninu í öllum hverfum“, sagði Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs við undirritun nýs aðalskipulegs Reykjavíkur í Höfða í gær. 

Ekki er gert ráð fyrir nýjum úthverfum. Markmiðið er að þétta byggðina og eiga 90 prósent allra íbúða að rísa innan núverandi þéttbýlismarka. Skapa á heildstæðari borgarbyggð, nýta betur land og gatna- og veitukerfi. Einkum verður byggt á þremur svæðum í borginni, Vatnsmýri,  gamla hafnarsvæðinu í miðborginni og við Elliðaárvog. Þá verður byggð þétt á fjölmörgum öðrum reitum í borginni.

Sjá aðalskipulag Reykjavíkur 2010-2030.

Grafík úr aðalskipulagsgögnunum: Á aðalskipulagstímabilinu er stefnt að því að hlutfall almenningssamgangna í ferðum til vinnu og frá vaxi úr 4% í 12% og hlutdeild gangandi og hjólandi umferðar vaxi úr 21% í 30%. Til að ná þessu fram
verður lögð áhersla á uppbyggingu sérstakra hjólreiðastíga bæði innan núverandi byggðar og í jaðri hennar. Einnig þarf að búa hverfi borgarinnar í haginn fyrir rafmagn sem orkugjafa samgöngutækja.

Birt:
26. febrúar 2014
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Grænt aðalskipulag Reykjavíkur í höfn“, Náttúran.is: 26. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2014/02/26/graent-adalskipulag-reykjavikur-i-hofn/ [Skoðað:19. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: