Hálendisferðir er ferðaþjónustufyrirtæki í eigu Óskar Vilhjálmsdóttur þar sem hugmyndafræði hægs ferðamáta (slow travel) er í hávegum hafður. Tilgangurinn á ekki að vera að flýta sér að sjá sem mest heldur að njóta þess sem séð er og hafa tíma fyrir upplifunina sjálfa.

Hálendisferðir hafa m.a. staðið fyrir ferðum í Kerlingafjöll og Þjórsárver nú í sumar og hafa ferðirnar notið mikilla vinsælda. En nú seinni hluta sumars gefast enn tækifæri til að njóta fjallalífsins í „Hálendisferð“.

Hálendisferðir bjóða t.a.m. uppá ferð fyrir börn og fullorðna dagana 9. - 11. ágúst:
Um er að ræða þriggja daga leiðangur um hina fornu þjóðleið, Fjallabaksleið Syðri. Tjaldbúðum er slegið upp við rætur Torfajökuls í námunda við Strútslaug sem er náttúruleg laug við Hólmsárbotna þar sem Hólmsá á upptök sín. Náttúruskoðun og fjallabað að Fjallabaki, tilvalinn leiðangur fyrir þá sem vilja kynnast möguleikum fjallalífsins á auðveldan og aðgengilegan hátt. Matreiðsla, máltíðir og félagslíf fer fram í samkvæmistjaldinu „Sveinstindi“ - Fjallateygjur kvölds og morgna.
Leiðsögumenn eru þær Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal

Dagana 13. - 17. ágúst er í boði gönguferð um ævintþralega undraveröld fossa, jökla og líparítfjalla - um Eyjabakka og Lónsöræfi. Ferðalag um eitt fjölbreyttasta svæði landsins með létta poka en vistum og svefnpokum hefur verið komið fyrir í skálum. Skálagisting og góður matur.  Fjallateygjur kvölds og morgna.
Leiðsögumaður Ósk Vilhjálmsdóttir

Sjá nánar á vef Hálendisferða halendisferdir.is.

Birt:
29. júlí 2009
Uppruni:
Hálendisferðir
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hálendisferðir - ferðir til að njóta náttúrunnar í ró og næði“, Náttúran.is: 29. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/29/halendisferoir-byour-upp-feroir-til-ao-njota-nattu/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: