Kristbjörg Elín Krstmundsdóttir jógakennari og blómadropahöfundur hefur í marga áratugi unnið í sátt við náttúruna, bæði við bústörf á lífrænu búi sínu í Vallanesi, við kennslu í jógafræðum og námskeiðum í jóga og síðan við þróun náttúru- og blómadropa sinna.

Íslenskir blómadropar Kristbjargar hafa að geyma innsta eðli ferskrar og óspilltrar náttúru landsins. Þeir eru framleiddir úr tæru, íslensku vatni hlöðnu tíðni villtra, íslenskra jurta. Jurtirnar eru einungis tíndar fjarri mannabyggð og allri umferð, þar sem þær eru ósnortnar, hreinar og í sínum fulla krafti. Blómadroparnir innihalda íslenskt vatn og tíðni eða útgeislun plantnanna. Segja má að útgeislun þeirra sé áran (Aura) eða lífskraftur þeirra en sérhver planta hefur sína sérstöku tíðni og útgeislunarorku.

Blómadroparnir eru einnig framleiddir fyrir erlendan markað og hefur Kristbjörg m.a. ferðast um Bandaríkin til að halda fyrirlestra og kynna dropa sína og þjálfa starfsfólk í að kynna dropana sem nefnast „Icelandic Nature Essences“ og falla undir vöruflokkinn „Vibrational Energy“ í verslunum Whole Foods Market í Los Angeles, Las Vegas og San Diego.

Nú eru íslensku Náttúru- og blómadropa Kristbjargar Elí komnir inn á Náttúrumarkaðinn, Vitund I - sett með 9 dropum, sem og einstaka dropar úr settinu þ.e. blómadroparnir: Alheimskærleikur, Gleði & hlátur, Helg tjáning, Innsæi, Sjálfsöryggi, Skilningur, Vilji & Tilgangur og náttúrudroparnir: Lífsorka , Slökun og Lífsbjörgin.

Sjá meira um Kristbjörgu og blómadropana á kristbjorg.is.

Myndin er af Kristbjörgu að kynna blómadropa sína á sýningu Fósturlandsins Freyja í Ráðhúsi Reykjavíkur þ. 12. ágúst 2005.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
30. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blóma- og Náttúrudropar á Náttúrumarkaði“, Náttúran.is: 30. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/30/blma-og-nttrudropar-nttrumarkai/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: