EarthcheckEarthCheck (áður Green Globe) er viðmiðunar-og vottunarkerfi sem stuðlar að sjálfbærri ferðaþjónustu. Það er byggt á Dagskrá 21 og gefur fyrirtækjum og samfélögum tækifæri á að vinna á markvissan hátt að umhverfismálum. EarthCheck leggur áherslu á þá meginþætti tengda umhverfinu, félags- og efnahagsmálum sem hafa mest áhrifa á umhverfið. Fyrirtæki í ferðaþjónusta og samfélög innan Earthcheck eru að finna um allan heim og í helstu greinum innan ferðaþjónustunnar.

EarthCheck Certified er merki þeirra fyrirtækja og og samfélaga sem náð hafa Earthcheck fullnaðarvottun. Sjá þá aðila á Íslandi sem náð hafa fullnaðarvottun EarthCheck hér á grænum síðum.

Sjá alþjóðlegan vef  EarthCheck.

Grænir hælar hafa umsjón með vottunarkerfi EarthCheck hér á landi.

Birt:
26. mars 2013
Höfundur:
Náttúran
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Náttúran „EarthCheck Certified“, Náttúran.is: 26. mars 2013 URL: http://nature.is/d/2007/05/07/green-globe/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. maí 2007
breytt: 26. mars 2013

Skilaboð: