Rafskinna - sjónrit í stafrænu formi, kynnti á dögunum útkomu ný s tölublaðs undir merkjum „endurskoðunar og endurvinnslu“ en sjónritið Rafskinna er vettvangur fyrir sjónlistir og annað sjónrænt efni á Íslandi og hvati til framleiðslu á slíku efni. Rafskinna kynnir mynd- og tónlistarmenn, hönnuði, arkitekta, skáld og aðra skapandi einstaklinga og hópa, íslensks jafnt sem erlenda.

Sjá vef Rafskinnu rafskinna.com en þar er hægt að kaupa eintak af raftímaritinu.

Um Rafskinnu:

Þrjár megin hugmyndir má nefna sem grundvöll þess að Rafskinna, sem fyrst kom út 30. júní 2007 eftir um eins árs undirbúning, hóf göngu sína. Í fyrsta lagi er sjónritið hugsað sem vettvangur fyrir sjónlistir og annað sjónrænt efni á Íslandi, í öðru lagi sem hvati til framleiðslu á slíku efni og í þriðja lagi á það að gagnast sem kynning á mynd- og tónlistarmönnum, hönnuðum, arkitektum, skáldum og öðrum skapandi mönnum, íslenskum og erlendum, gömlum og nýjum, körlum og konum, jafnt innan lands sem utan. Þess vegna er hún bæði í senn á ylhþrri íslensku og enskunni júnívörsal. Fyrirmyndina má finna í sambærilegum erlendum útgáfum á kvikmynduðu efni sem dreift er á DVD diski og fjallar um og/eða birtir kvikmyndaverk. Rafskinna sker sig úr hvað varðar viðfangsefni, en í stað þess að einskorða sig við t.d. stuttmyndir eða tónlistamyndbönd heldur hún utan um allt sem er rafrænt og hreyfist, auk þess sem pláss gefst í prentefninu fyrir texta, ljósmyndir og teikningar. Samnefnari fyrir allar útgáfurnar er þó sá að efnið hefur fram að útgáfu ýmist ekki verið aðgengilegt, ekki sést lengi eða einungis birt á Netinu í ófullnægjandi gæðum. Til viðbótar við birtingar á áður framleiddu en sjaldséðu eða ill-fáanlegu efni framleiðir Rafskinna og lætur framleiða töluvert af nýju efni fyrir hvert tölublað sem gefur því vikt í samtímanum auk þess að auka á heimildagildi þess. Hið gamla fær engu að síður líka sinn sess, enda ekkert nýtt undir sólinni. í hverju tölublaði er dregið fram efni sem komið er til ára sinna og hefur til brunns að bera eitthvað af eftirfarandi:


1. Hitti í mark á sínum tíma en er fallið í gleymsku.
2. Á erindi við nútímann.
3. Er forvitnilegt en ófáanlegt
4. Af einhverjum ástæðum ekki hlotið þá athygli sem Rafskinna telur það eiga skylda.

Að útgáfunni standa Pétur Már Gunnarsson, Ragnheiður Gestsdóttir, Sigurður Magnús Finnsson, Þórunn Hafstað og Gunnar Þór Vilhjálmsson. Útlit blaðsins er breytilegt frá blaði til blaðs þó umgjörðin komi til með að halda sér; mappa úr ljósum bókbandspappa í sniðinu 27x27x1,5 cm. sem má jafnt geyma um eilífð sem endurvinna.
Hönnun og kóðun vefsins er í höndum Sveins Þorra Davíðssonar.

Umbúðir og bréfalúgur

Til að draga sig enn frekar úr samhengi við efni sem miðlað er stafrænt með Netinu leggja útgefendur Rafskinnu mikið upp úr umbúðunum svo þar fær ný stárleg hönnun að njóta sín til fulls í áþreifanlegu formi. Nýr hönnuður er sjanghæaður til leiks fyrir hvert tölublað Rafskinnu, en hún kemur út þrisvar á ári. Sem stendur er henni einungis dreift á Íslandi en stefnt er á að dag einn fáist hún líka í Sjanghæ og víðar. DVD diskur, veggmynd, prentefni og breytilegt fylgiefni er pakkað í möppu sem er 20mm x 270mm x 270mm, svo hönnuðir fái gott svigrúm fyrir sitt verk, en ókosturinn er að hefðbundin bréfalúga er skitnir 25mm x 260mm sem þýðir að þeir sem fá sína Rafskinnu í áskrift eða panta hana með öðrum hætti mega valhoppa niður á pósthús í spreng, vitandi að þar bíður þeirra snilld í yfirstærð.

Um nafnið

Nafnið er komið frá auglýsingastofu sem starfrækt var í Reykjavík á 5., 6, og 7. áratugnum. Flettiskilti á vegum stofunnar gekk einnig undir þessu nafni. Skiltið var staðsett í Austurstrætinu og vakti furðu og undran vegfarenda fyrir þær sakir einar að vera rafknúið. Þar bar að líta það nýjasta og vandaðasta sem þess tíma auglýsingateiknun hafði upp á að bjóða.

Sölustaðir

Mál & Menning
Penninn Eymundsson
 Eymunds. S-kringlan
 Eymunds. Smáralind
 Eymunds. Akureyri
 Eymunds. Ísafirði
12 Tónar
Nakti Apinn
Liborius
Trilogia
KronKron
Belleville
Herrafataverslun Kormáks & Skjaldar
Kvk
Smekkleysa
Nýló
Iða
Drekinn
Boekie Woekie
Útúrdúr

Senda inn efni

Ef þú vilt koma efni* á framfæri við okkur, vinsamlegast póstleggið það til: Rafskinna, Njálsgötu 14, 101 Reykjavík, Ísland eða rafskinna@rafskinna.com

* kvikmyndir á DVD. Teikningar, ljósmyndir, texta o.s.frv. Skoðum allt.
Ath. að senda ekki upprunaleg verk.
Birt:
20. júlí 2009
Uppruni:
Rafskinna
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Rafskinna endurskoðar og endurvinnur“, Náttúran.is: 20. júlí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/07/20/rafskinna-endurskooar-og-endurvinnur/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: