Merking við innkeyrslu að Vallanesi, heimili Móður Jarðar.Fjöregg MNÍ 2015 var afhent á Matvæladaginn 15.október en verðlaunin eru veitt fyrir lofsvert framtak á matvæla- og næringarsviði. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs Samtaka iðnaðarins afhenti fjöreggið á Matvæladaginn við hátíðlega athöfn.  Að þessu sinni hlaut Móðir Jörð verðlaunin.

Verðlaunagripurinn er íslenskt glerlistaverk, sem táknar Fjöreggið og hefur verið gefið af SI frá upphafi, í yfir 20 ár.

Fjölbreytt flóra tilnefninga barst undirbúningsnefnd fyrir veitingu Fjöreggsins. Aðrir tilnefndir voru:

  • Búrið ehf. fyrir skemmtilega og nýstárlega nálgun á íslenska sælkeramarkaðnum.
  • Veitingastaðurinn Matur og drykkur fyrir að gera íslenska eldhúsinu hátt undir höfði.
  • Skaftafell Delicatessen fyrir að framleiða sælkeravörur úr kindakjöti úr Öræfum.
  • Fyrirtækið Skólar ehf. fyrir rekstur 5 heilsuleikskóla í jafnmörgum sveitarfélögum.

Sjá Móður Jörð hér á Grænum síðum.

Birt:
16. október 2015
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Móðir Jörð hlaut Fjöregg MNÍ 2015“, Náttúran.is: 16. október 2015 URL: http://nature.is/d/2015/10/16/modir-jord-hlaut-fjoregg-mni-2015/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: