Brandur með Luizu unnustu sinniBrandur Karlsson er ungur maður sem byrjaði að missa mátt, af óljósum ástæðum, um 23 ára aldur og er nú lamaður fyrir neðan háls.

Það hindrar hann samt ekki í því að lifa lífinu til hins ítrasta en Brandur er góður málari auk þess að vera uppfinningmaður enda er hann vel menntaður og hugmyndaríkur.

Nú er hafið hópfjármögnunarátak á Karolina Fund því Brandur er á leið í ferð um hálendið til að viða að sér myndefni sem hann mun síðan vinna úr og halda sýningu í janúar.

Á Karolina Fund segir Brandur þetta um verkefnið:

„Ég mun láta reyna á mörk fötlunar minnar með því að ferðast um hálendi Íslands og ná að kom eins miklu og ég get í myndlistarverk, ljósmyndir og kvikmyndir.

Ég mun taka loftmyndir sem ég mun síðan nota sem fyrirmyndir fyrir málverk, þrívíddarprentað út frá þeim og fleira.

Ef þú styður mig til þessa verkefnis þá færð þú að njóta hluta afraksturins.“

Áætlunin er svohljóðandi:

Undirbúningur:

  • Fá hentuga loftmyndavél
  • Kaupa myndlistarvörur
  • Breyta bíl
  • Finna gististaði með hjólastólaaðgengi
  • Fá myndbandstæki til að taka upp heimildamynd af ævintýrið

Ævinýrin:

  • Yfirgefa borgina
  • Ná til fjölmiðla
  • Gera góða list
  • Kanna ystu mörkum fötlunar minnar
  • Bara taka myndir, aðeins skilja eftir fótspor

Eftirvinnsla:

  • Gera góða list
  • Klippa myndband
  • Mála málverk
  • Prenta þrívíddarmódel
  • Gera stuttermaboli
  • Undirbúa sýningu
  • Senda stuðningsfólki viðurkenningarnar

Hægt er að láta allt frá 5 til 5000 evrum til verkefnisins og fá viðurkenningar í samræmi við framlagið.

Sjá nánar á karolinafund.com.

Ljósmynd: Brandur með Luizu unnustu sinni, ljósm. Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
17. ágúst 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Söfnunarátak Brands Karlssonar“, Náttúran.is: 17. ágúst 2014 URL: http://nature.is/d/2014/08/17/sofnunaratak-brands-karlssonar/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 18. ágúst 2014

Skilaboð: