Á Handvershátíðinni í Eyjafirði er margt áhugavert að sjá og skoða þessa helgi. Einn af þeim aðilum sem kynna starfsemi sína á sýningunni er Handiðnaðarsamband Íslands.

Handiðnaðarsambandið hefur í samvinnu við nemendur í Listaháskóla Íslands unnið gríðarlega stórt verk um íslenska mynsturgerð og arf íslenskra sjónmennta. Prótótþpa af bókinni er kynnt á hátíðinni í Hrafnagili þessa helgi. Nemendur Listaháskólans hafa hannað mikið af nýjum útgáfum byggða á íslensku mynsturhfeðinni og nýta mynstrin á nýjan og ferskan hátt.

Þann 26. - 30. september nk. verður Norrænt heimilsiðnaðarþing haldið á Grand Hótel í Reykjavík. Þingið samanstendur af dagskrá með sýníngum í Norræna húsinu, Gerðubergi og Árbæjarsafni, fyrirlestrum og dagsferðum auk þess sem að mynsturbókin íslenska verður þá komin út. Nánari upplýsingar og skráning á heimilisidnadur.is/2007

Birt:
11. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Íslenska mynstrið “, Náttúran.is: 11. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/11/norrna-heimilisinaaring-norrna-hsinu/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. ágúst 2007

Skilaboð: