Til að hvetja rekstraraðila farfuglaheimila á Íslandi til að vinna markvisst að umhverfismálum ákvað stjórn Farfugla árið 2003 að þau farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin viðmið á sviði umhverfismála fái heimild til að kalla sig „Græn farfuglaheimili“.

Því til staðfestingar fá þau að nota umhverfismerki samtakanna. Þessi viðmið byggja á almennum gæðastöðlum sem öll farfuglaheimili þurfa að uppfylla. Til að fá heimild til að nota umhverfismerkið þurfa heimilin auk þess að uppfylla ýmis viðbótarskilyrði sem tengjast umhverfismálum. Lögð er áhersla á að hér er ekki um viðurkennda umhverfisvottun að ræða heldur viðmið sem samtökin setja og hefur eftirlit með.

Á vormánuðum 2004 sóttu átta heimili um að fá heimild til að kalla sig "Grænt farfuglaheimili". Við úttekt kom í ljós að sjö þeirra uppfylltu skilyrðin. Þau eru farfuglaheimilin í Reykjavík, Grundarfirði, Ytra Lóni,Húsey, Seyðisfirði, Berunesi og á Laugarvatni. Þann 12.11.2007 bættust þrjú ný Græn farfuglaheimiil í hópinn, þau eru farfuglaheimilin á Kópaskeri, Ósum á Vatnsnesi og að Hvoli í Skaftárhreppi.

Sjá nánar um farfuglaheimilin á hostel.is.

Alta hefur unnið með BÍF síðan 2004 að þróun þessa merkis og gert úttektir á þeim farfuglaheimilum sem sótt hafa um merkið. Í úttektunum hefur komið í ljós að umhverfisstarf þessara heimila hefur skilað sér m.a. jákvæðri ímynd, sparnaði, áhuga gesta og ánægðari eigendum. Óhætt er að mæla sérstaklega með grænum farfuglaheimilum fyrir alla sem eiga leið um landið.

Frétt af vef BIF, hostel.is og Alta, alta.is .
Birt:
20. nóvember 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Græn Farfuglaheimili á Íslandi“, Náttúran.is: 20. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/11/20/graen-farfuglaheimili-islandi/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 28. ágúst 2008

Skilaboð: