Í dag kl. 15:15 mun Sigmundur Einarsson, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun, flytja erindi um verndun jarðminja á Hrafnaþingi.

Í erindinu verður farið yfir stöðu jarðminja í náttúruvernd á Íslandi og jafnframt rakin hnignun jarðminja í landinu frá landnámsöld til okkar tíma. Fjallað verður um verndun jarðminja á Íslandi og kynntar hugmyndir um flokkunaraðferð sem hentar íslenskum aðstæðum og ætlað er að einfalda mönnum yfirsýn. Jafnframt verður skoðað hvernig farið er með mikilvægar jarðminjar í samfélagi nútímans, reynt að skoða orsakirnar og hvað er til ráða. 

Erindið verður flutt í húsakynnum Náttúrufræðistofnunar að Urriðaholtsstræti 6-8 í Garðabæ, 3. hæð kl. 15:15-16:00. Sjá kort.

Hrafnaþing er opið öllum. Verið velkomin!

Sjá dagskrá Hrafnaþings veturinn 2011-2012.

Birt:
19. október 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verndun jarðminja - Hrafnaþing“, Náttúran.is: 19. október 2011 URL: http://nature.is/d/2011/10/19/verndun-jardminja-hrafnathing/ [Skoðað:28. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: