SkaftholtÍ Skaftholti í Gnúpverjahreppi er stundaður lífrænn og lífefldur (bíódýnamískur) búskapur. Þar hefur ennfremur verið unnið meðferðarstarf í 30 ár. Skaftholt er sjálfum sér nægt með búsafurðir allar. Þar lifa og starfa nú um 20 manns. Mikil uppbygging hefur átt sér stað en þeir einstaklingar sem búa í Skaftholti þurfa friðsælt umhverfi og mikilvægur þáttur í meðferðarstarfinu er róandi nærvera Þjórsár og hinnar stórbrotna náttúru allt um kring.

Laugardaginn 28. ágúst verður opinn dagur í Skaftholti frá kl. 14:00 til 17:00. Lífræn grænmetis og veitingasala og allir hjartanlega velkomnir.

Ef þú slærð inn leitarorðið Skaftholt í leitarvélina hér til hægri á síðunni (hjá Voffa), finnur þú staðsetningu Skaftholts á græna kortinu og greinar um ýmislegt sem snertir Skaftholt.

Myndin er af bæjarstæðinu í Skaftholti. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
18. ágúst 2010
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Opinn dagur í Skaftholti“, Náttúran.is: 18. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/18/opinn-dagur-i-skaftholti/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 13. september 2010

Skilaboð: