Kristbjörg Kristmundsdóttir jógakennari með meiru er að fara af stað með jógakennaranám að Sólheimum í Grímsnesi sem hefst þ. 18. mars nk. og stendur í hálfan mánuð.

Kristbjörg býður áhugasömum að koma í opið hús á matsölustaðinn Gló í Listhúsinu í Laugardal, nk. sunnudag, þ. 27. febrúar frá kl. 14:00 - 15:00. Þar mun hún fjalla um fyrirkomulag jógakennaranámsins og svara spurningum sem kunna að vakan varðandi námið. Hún mun einnig fjalla um blómadropaþerapistanám sem og annað sem Jóga og Blómadropaskóli Kristbjargar býður upp á.

Allir velkomnir!

Sjá Kristbjörgu segja frá jógakennaranáminu hér.

Ljósmynd: Kristbjörg Kristmundsdótir kynnir blómadropana sína, ljósm. Guðrún A. Tryggvadóttir.

Birt:
23. febrúar 2011
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Kristbjörg kynnir nýtt jógakennaranámskeið“, Náttúran.is: 23. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/23/kristbjorg-kynnir-nytt-jogakennaranamskeid/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: