Þegar verslað er hér á Náttúrumarkaði fer pöntunin alltaf í pakka sem er sendur með Íslandspósti samdægurs eða næsta dag eftir því á hvaða tíma dagsins þú pantar. Pöntunin fer af stað samdægurs sé pantað fyrir kl. 12:00 á hádegi og er þá að jafnaði komin á leiðarenda daginn eftir. Þú getur einnig sent pakkann til annarra, sem gjöf. Að senda vinum, vandamönnum eða viðskiptavinum gjöf er auðvelt og þægilegt hér á Náttúrumarkaðinum. Þú getur tínt saman í pakkann úr því úrvali sem er í boði í hinum ýmsu deildum. Auðvelt er að fylgjast með flutningskostnaði á Náttúrumarkaðinum en hann reiknast um leið og vara er sett í körfu. Þú getur sent gjöfina hvert á land sem er og hvert sem er út í heim, en vakin er athygli á að Náttúrumarkaðurinn reiknar ekki með tollum og innflutningsgjöldum í hinum ýmsu löndum heims. Flutningsgjald er jafnt fyrir allt Ísland en mismunandi út í heim. Þú þarft einungis að skrifa nafn, póstnúmer og heimilisfang þess sem á að fá gjöfina og nafn þess sem gefur gjöfina ef þú sendir öðrum gjöf. Hafðu samband við nature@nature.is eða hringdu í síma 483 1500 ef þú hefur einhverjar spurningar.

Ath. að Náttúrumarkaðurinn er í endurskipulagningu og er því ekki virkur eins og er.

Grafík: Táknmynd um Náttúrugjafa og pakkdeild Náttúrunnar. Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.

Birt:
18. febrúar 2014
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir, Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Náttúrugjafir og pakkar“, Náttúran.is: 18. febrúar 2014 URL: http://nature.is/d/2007/12/06/natturugjafir-og-pakkar/ [Skoðað:18. mars 2019]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 6. desember 2007
breytt: 16. júlí 2014

Skilaboð: