Matvörulínan Kaja - fyrsta lífrænt vottaða vörulínan sem er pökkuð á Íslandi er nú komin í dreifingu hjá Höllu að Víkurbraut 62 í Grindavík en hún opnaði nýlega veitingastað með smáverslun þar í bæ sem hún rekur meðfram veislu- og heimsendingarþjónustu sinni.

Hjá Höllu leggur aðaláherslu á hollusturétti sem hún vinnur frá grunni, m.a. úr lífrænum gæðahráefnum frá Kaja organic.

Kaja vörunum er pakkað á Akranesi og þær fást einnig í Lifandi markaði og Bændum í bænum en heildsala Kaja þjónustar einnig stóreldhús og leikskóla en þannig hófst einmitt reksturinn fyrir allmörgum árum síðan. Sjá grein með viðtali við Kerunu Emelíu Jónsdóttur frá 21. apríl 2014.

Í dag samanstendur vörulínan af nokkur hundruð vörutegundum, s.s. kryddum, þurrkuðum ávöxtum, baunum, hnetum, fræjum, grjónum, korni, pasta o.fl. auk þess sem Kaja flytur inn olíur, kaffi, súkkulaði og margt annað góðgæti.

Vörumerkið KajaAllar Kaja vörurnar eru vottaðar lífrænt af Vottunarstofunni Túni sem einnig vottar alla pökkun vörulínunnar.

Merki lífrænnar vottunar Vottunarstofunnar Túns.Markmið Kaja er að allir borði lífrænt, móður jörð til bóta, skapa störf hér á landi og jafnframt að bjóða gæðavörur á sanngjörnu verði. Hægt er að panta vörur til smásölu hjá Kaja organic ehf.

Sjá Kaja organic ehf hér á Græna kortinu.

Sjá Kaja á Facebook.

Birt:
19. janúar 2016
Uppruni:
Náttúran.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Lífræna vörulínan Kaja nú í boði í Grindavík“, Náttúran.is: 19. janúar 2016 URL: http://nature.is/d/2016/01/19/lifraena-vorulinan-kaja-nu-i-bodi-i-grindavik/ [Skoðað:26. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: