Þrátt fyrir að losunarkvóti Íslands á gróðurhúsalofttegundum fyrir árin 2008-2012 séu 10.500 þúsund tonn hafa álrisarnir nú þegar sótt um losunarkvóta fyrir 13.412 þúsund tonn.
Alcan stimplar sig inn í Þorlákshöfn með umsókn um losun á 940 þúsund tonnum. Eins og fram kom í lok vikunnar hefur Rannveig Rist forstjóri Alcan í Straumsvík kallað til aðstoð frá höfuðstöðvum Alcan í Kanada og mun nú vera reynd önnur leið að stækkun álversins þ.e. með því að beita ríkisstjórnina ákveðnum þrýstingi og hefja innreið í Þorlákshöfn í Ölfusi. Þangað mun föruneytinu vera stefnt í þessari viku. Hugsanlega er verið að reyna að koma stækkun í gegn í Straumsvík þrátt fyrir að íbúakosning hafi hafnað henni. Hita svolítið undir hræðslu Hafnfirðinga við að missa álverið alveg úr bænum.

 

Eins og fram hefur komið í fréttum um nokkurt skeið hafa áætlanir verið uppi um að koma á fót„álgarði“ fegraðri mynd af tæknigarði sem framleiða myndi álvörur, nokkuð sem að hingað til hefur aldrei borgað sig að gera með íslensku vinnuafli. Auðvitað var álver í bakgarðinum forsenda þessara hugmynda þó kosið hafi verið að setja álgarðshugmyndirnar í forgrunninn. Í fréttum hér á Náttúrunnni hefur verið leitast við að varpa ljósi á þetta óljósa mál. Fréttir bárust af því að búið væri að „fullfjármagna“ en ekki fylgdi sögunni hver fjármagnaði. En það virðist vera að skýrast nú í vikunni hvort að Alcan hafi þegar keypt sig inn í Þorlákshöfn, framhjá allri umræðu um að við þurfum að endurskoða stóriðjustefnuna. Enda létt um vik þegar engin höft hvíla á neinum um að stoppa nokkurn skapaðan hlut eða fara hægt í sakirnar. Þetta er að ske þrátt fyrir að Kárahnjúkamálið hafi klofið þjóðina í herðar niður og ljóst sé að ekki sé samstaða um að halda áfram án mótaðrar og yfirvegaðrar stefnu byggða á þverfaglegum rannsóknum og aðkomu ekki bara stjórnmálamanna heldur einnig náttúru- og umhverfisverndarsamtaka frá landinu öllu.

Það er því merkilegt að fylgjast með því hvað ný sköpuð ríkisstjórn Íslands hyggst segja forsvarmönnum Alcan nú þegar að ákveðið hefur verið í stjórnarsáttmála að fara ekki í að opna fyrir meiri stóriðju fyrr en tveggja ára rannsóknavinnu er lokið og niðurstöður skoðaðar í ljósi þeirra.

Eins og er er ókeypis losun á gróðurhúsalofttegundum á Íslandi og því ekkert skrþtið að álrisarnir vilji koma sér hér vel fyrir, þangað til enný á hagstæðari kjör bjóðast annars staðar í heiminum.

Hér að neðan sést umfang umsókna losunarkvóta,losun CO2, fyrir tímabilið 2008-2012. Hér er allt inni í myndinn, Þorlákshöfn, Bakki, Helguvík....:

Stuðst við tölur frá ust.is frá 14. júní.2007.

Samtals fyrir allt tímabilið 13.412 þús. tonn
Hlutfall af losunarheimildum til úthlutunar 128%

Heildarkvóti til úthlutunar á Kyoto tímabilinu skv. lögum um losun gróðurhúsalofttegunda: 10.500 þús. tonn

Losun leyfð skv. almennum heimildum Kyoto bókunarinnar á tímabilinu (án ísl. ákvæðisins):
18.455 þús. tonn

Að auki er leyfileg losun á Kyoto tímabilinu skv. íslenska ákvæðinu (14/CP.7)

Myndin er af lækjarbakka á Snæfellsnesi, alþakinn hrafnaklukkum og hofsóleyjum, um þetta leiti 2005. Ljósmynd og tafla: Guðrún Tryggvadóttir

Birt:
17. júní 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Verbúðartölur - Of mikið ekki nóg?“, Náttúran.is: 17. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/17/verbartlur-miki-ekki-ng/ [Skoðað:29. mars 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 8. apríl 2010

Skilaboð: