Vefsíðan Birkiland.is tekur afstöðu með íslenskri hönnun af fullum krafti. Verslunin sem er bæði vefverslun og sprettur einnig upp öðru hvoru, í samhengi við sýningar og kaffisölu. Einnig mun fyrirtækið standa að ýmsum útgáfum sem varpa ljósi á íslenska hönnun. Vefur Birkilands er aðeins á ensku í samræmi við markhópinn sem talað er til.
  • Við trúum því að Ísland sé einstakt
  • Við trúum því að mikil þörf sé á að skilja fortíðina, sérkenni og sögu
  • Við elskum alla liti regnbogans
  • Við trúum á kraft náttúrunnar
  • Við trúum á gæði
  • Við trúum því að hönnun geti hjálpað til við að skapa þjóðinni samkeppnisforskot
  • Við trúum á ástina og virðingu fyrir öllum hlutum
  • Við trúum á að læra af reynslunni, horfa til framtíðar og samt njóta líðandi stundar
  • Við trúum því að heimaland okkar eigi að næra bæði líkama og sál
Skoðið birkiland.is.
Birt:
7. október 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Birkiland.is gerir það gott“, Náttúran.is: 7. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/07/birkiland-gerir-thao-gott/ [Skoðað:25. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: